ÁHERSLUMÁL


UM MARGRÉTI


M argrét Tryggvadóttir er borin og barnfædd í Kópavoginum árið 1972 og býr þar enn, ásamt eiginmanninum Jóhanni Ágúst Hansen, nokkurn veginn uppkomnum sonum og tengdabörnum og hundinum Loka.

Hún er bókmenntafræðingur frá Háskóla Íslands og leggur nú lokahönd á meistararitgerð í menningarstjórnun um barnabækur og opinberan stuðning við Háskólann á Bifröst. Margrét lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1992.

Margrét hefur starfað við bókaútgáfu meira og minni frá árinu 2000. Hún var ritstjóri hjá Máli og menningu og síðar Eddu útgáfu. Síðar sérhæfði hún sig í myndritstjórn og hefur starfað á eigin vegum síðan. Margrét hefur þýtt nokkrar bækur og skrifað barnabækur, sú nýjasta Íslandsbók barnanna er væntanleg í september. Þá liggja eftir hana fræðigreinar og annað efni um barnabókmenntir. Margrét kenndi einnig barnabókmenntir við Námsflokka Reykjavíkur og víðar um nokkurra ára skeið og skrifaði bókmenntagagnrýni í DV í lok síðustu aldar. Þá rak hún Gallerí Fold í Kringlunni og Smáralind, ásamt eiginmanni sínum, um árabil.

Margrét var alþingismaður fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna á árunum 2009-13 en starfar nú við ritstjórn og ritstörf. Árið 2014 gaf hún út bókina Útistöður um reynslu sína af eftirhrunsstjórnmálunum.

Margrét hefur komið víða við í félagsstarfi. Hún tók þátt í götuleikhúsinu Auðhumlu fyrr á árum og sat í stjórn samtakanna CISV – Building Global Friendship um árabil. Hún var formaður Hreyfingarinnar árið 2009 og tók þátt í stofnun Dögunar sem bauð fram í Alþingiskosningunum 2013. Síðustu ár hefur hún tekið þátt í starfi Stjórnarskrárfélagsins og Snarrótarinnar – Samtaka um borgaraleg réttindi.

AF HVERJU SAMFYLKINGIN?

Ég vil gera gagn og ég tel að kraftar mínir nýtist best þar. Ég veit að þeim samfélögum þar sem jöfnuður ríkir vegnar best. Þá skiptir það mig miklu að Samfylkingin setti vinnu við nýja stjórnarskrá af stað og grasrót flokksins hefur stutt málið dyggilega frá upphafi. Ég held að við komum málinu aldrei alla leið án stuðnings flokksins. Þar vil ég leggja hönd á plóg.

HAFIÐ SAMBAND

MARGRÉT (HJÁ) MYNDLIST.IS
SÍMI: 698 6494